Skoðið meðfylg jandi handbók með skýringarmyndum sem vísað er til í þessum
notkunarleiðbeiningum.
Meðhöndlun á öndunarvegi með barkarauf
Neyðaraðstæður
Mikilvægt er að neyðarstarfsmenn viti að þú andir um op á hálsinum. Það hjálpar þeim við að ákvarða
að gefa þurfi súrefni eða veita öndunarhjálp í barkaraufina en ekki um munn eða nef.
Við mælum með að þú og læknirinn hlaðið niður leiðbeiningum um öndunarhjálp frá
www.atosmedical.com/rescuebreathing
Valaðstæður
Ef þú þarft að gangast undir aðgerð sem krefst barkaþræðingar (öndunarslanga sett í barkann) er
mjög mikilvægt að svæfingalæknirinn og læknirinn sem framkvæmir aðgerðina viti af því að þú
andar um op á hálsinum og notar talventil. Mikilvægt er að þeir skilji að halda eigi talventlinum á
sínum stað. Ef hann er fjarlægður getur vökvi frá munni, vélinda eða maga borist inn í barkann.
Afar mikilvægt er að koma barkaslöngunni fyrir og fjarlægja hana varlega, svo að talventillinn
losni ekki eða detti úr.
1. Lýsandi upplýsingar
1.1 Ábendingar fyrir notkun
Provox Vega Puncture Set er tæki sem notað er við barka- og vélindaástungu við eða eftir
barkakýlisnám (e. primary/secondary tracheo-esophageal puncture) hjá sjúklingum með samhliða
ísetningu á Provox Vega-talventli.
Provox Vega-talventillinn er sæfður einnota inniliggjandi talventill sem ætlaður er til raddendurhæfingar
eftir að barkakýlið hefur verið fjarlægt með skurðaðgerð (barkakýlisnám). Sjúklingurinn hreinsar
talventilinn meðan hann er á sínum stað.
1.2 FRÁBENDINGAR
Ekki má nota Provox Vega Puncture Set ef sjúklingurinn er með líffærafræðileg frávik sem kunna
að hindra örugga ástungu í barka- og vélindavegginn eða örugga ísetningu talventilsins (t.d. mikil
þrengsli eða bandvefsmyndun á stungustaðnum), þar sem slíkt getur valdið vefjaskemmdum.
Ekki má nota Provox Vega Puncture Set fyrir barka- og vélindaástungu eftir barkakýlisnám (secondary
tracheo-esophageal puncture) ef sjúklingurinn er með alvarlegan kjálkastjarfa sem kemur í veg fyrir
að hægt sé að vernda kokvegginn sem skyldi. Ef kokið er ekki varið meðan ástungan er framkvæmd
getur það leitt til áverka á vefjum í koki/vélinda.
1.3 Lýsing á tækinu
Provox Vega Puncture Set er tæki til að framkvæma barka- og vélindaástungu við eða eftir
barkakýlisnám, sem fylgt er eftir með víkkun opsins til að koma meðfylgjandi Provox Vega-talventli
fyrir. Provox Vega-talventillinn er forhlaðinn í víkkarann, sem er hluti af tækinu.
Provox Vega Puncture Set er eingöngu einnota og pakkningin inniheldur eftirfarandi sæfða hluti í
þynnupakkningu (mynd 1):
• 1 Pharynx Protector kokverndarbúnaður (mynd 1.1) úr glæru, hitaþolnu efni,
• 1 stungunál (mynd 1.2) úr ryðfríu læknastáli,
• 1 stýrivír (mynd 1.3) úr forlituðu flúorplasti,
• 1 víkkari með 1 forhlöðnum Provox Vega-talventli (mynd 1.4). Víkkarinn er gerður úr hitaþolnu
gúmmílíki og pólýprópýleni og Vega-talventillinn er gerður úr silíkongúmmíi, fyrir lækningatæki,
og flúorplasti.
Forhlaðni víkkarinn er með eftirfarandi aðgerðaeiginleika og íhluti:
• víkkara (mynd 1.4.1),
• víkkaraól (mynd 1.4.2) sem tengir víkkarann og talventilinn,
• víkkaralykkju (mynd 1.4.3) sem heldur talventlinum,
• vírlás (mynd 1.4.4) sem tengist við öryggisól talventilsins (mynd 1.4.6) og stýrivírinn,
• Provox Vega-talventil (mynd 1.4.5) ásamt öryggisól (mynd 1.4.6) sem tengd er við vírlásinn og
snýr þannig að barkakraginn (mynd 1.4.7) á talventlinum vísar í áttina að vírlásnum.
Provox Vega-talventillinn inniheldur einstefnuventil sem heldur opinu á milli barka og vélinda opnu
fyrir tal og dregur úr hættunni á að vökvi og fæða berist inn í barkann.
Provox Vega-talventillinn er ekki varanleg ígræðsla og þarfnast því reglubundinnar útskiptingar.
Talventillinn er fáanlegur með mismunandi þvermáli og í nokkrum stærðum.
Í settinu eru einnig eftirfarandi ósæfðir hlutir:
• 1 stk. notkunarleiðbeiningar – Provox Vega Puncture Set
(þ.m.t. 1 handbók með skýringarmyndum)
• 1 Provox Vega-handbók fyrir sjúklinga
• 1 Provox Brush í þeirri stærð sem svarar til talventilsins
• 1 stk. notkunarleiðbeiningar fyrir Provox Brush
1.4 VARNAÐARORÐ
Fyrir skurðaðgerð
• EKKI má nota vöruna ef pakkningin er skemmd eða opin. Ósæfð vara getur valdið sýkingu.
• MÁ EKKI ENDURNÝTA og MÁ EKKI ENDURSÆFA með neinum aðferðum. Tækið er
aðeins ætlað til notkunar í eitt skipti. Ef það er notað aftur getur það valdið víxlmengun. Hreinsun
og endursæfing getur skemmt tækið.
• GÆTIÐ mikillar varúðar ef sjúklingurinn hefur fengið geislameðferð með eða án samhliða
krabbameinslyfjameðferðar. Þessar aðstæður auka hættuna á fylgikvillum eftir ástunguna
(t.d. víkkun ops, holdgun, rýrnun). Þar af leiðandi skal ganga úr skugga um að vefurinn sé nægilega
heill fyrir barka- og vélindaástungu.
Meðan á skurðaðgerð stendur
Almennt
• TRYGGIÐ að Pharynx Protector sé færður nægilega djúpt inn í vélindað með því að þreifa á barka-
og vélindaveggnum áður en barka- og vélindaástunga er framkvæmd við brottnám barkakýlis.
Ástunga með Pharynx Protector á röngum stað getur valdið vefjaskemmdum.
70
ÍSLENSKA