Descargar Imprimir esta página

PROVOX Vega Manual De Instrucciones página 74

Publicidad

Idiomas disponibles
  • MX

Idiomas disponibles

  • MEXICANO, página 37
12. Grípið um barkakragann með ótenntri æðatöng, snúið talventlinum í rétta stöðu og klippið á
öryggisólina (mynd 3.12).
2.2.3 Stungusettið endurhlaðið
www.atosmedical.com/reload-of-the-puncture-set
VARÚÐ: Ekki má endurhlaða Provox Vega Puncture Set ef öryggisól talventilsins hefur verið klippt
eða hún skemmst við fyrstu ísetningartilraun.
Ef nauðsynlegt er að hefja aðgerðina að nýju er hægt að endurhlaða Provox Vega Puncture Set.
Undirbúningur fyrir endurhleðslu kerfisins:
1. Ýtið stýrivírnum frá mjóa enda víkkarans þar til stýrivírinn losnar úr vírlásnum (mynd 4.1–4.2).
2. Togið stýrivírinn í gegnum víkkarann (mynd 4.3).
3. Endurhlaðið Vega-talventilinn í hring víkkarans (mynd 4.4).
VIÐVÖRUN: Öryggisólin og barkakraginn á talventlinum verða að snúa að ól víkkarans og
vírlásnum þegar hann er settur inn í lykkju víkkarans (mynd 4.4).
4. Ef þörf krefur má rétta úr stýrivírnum til að auðvelda ísetninguna.
5. Fylgið ferlinu í „2.2 Notkunarleiðbeiningar".
2.3 Þrif og sótthreinsun
Skurðaðgerðaríhlutir stungusettsins, sem og talventillinn, eru afhentir sæfðir (með etýlenoxíði) og
eru eingöngu einnota. EKKI má hreinsa þá eða endursæfa.
Eftir ísetningu þarf sjúklingurinn að þrífa talventilinn reglulega á meðan hann er á sínum stað
(sjá viðhaldsleiðbeiningar fyrir talventilinn hér á eftir).
2.4 Mikilvægar upplýsingar fyrir sjúklinga
Látið sjúklinginn vita að:
• Hugsanlegt er að vottur af blóði sé til staðar í hráka eftir ísetningu talventils.
• Af og til getur vægur leki í gegnum eða í kringum talventilinn átt sér stað á fyrstu vikunum
eftir ísetningu talventils. Hann hættir oft af sjálfu sér og ekki er þörf á að skipta tafarlaust um
talventilinn.
• Mælt er með talþjálfun hjá talmeinafræðingi til að ná fram ákjósanlegu raddhljóði og skiljanleika,
og reiprennandi tali.
Tryggið að sjúklingurinn skilji að hann þurfi að hafa samband við lækninn ef um er að ræða:
• Einhverjar breytingar á útliti efnisins sem talventillinn er gerður úr eða hvers kyns breytingar á því
hvernig hann passar í opið.
• Leka sem kemur upp þegar borðað/drukkið er ef hreinsun á talventlinum leysir ekki vandamálið.
Provox Vega Plug má nota til að koma tímabundið í veg fyrir leka þegar borðað/drukkið er, og þar
til hægt er að skipta um tækið.
• Talerfiðleika (tal krefst meiri áreynslu) ef hreinsun leysir ekki vandamálið.
• Einhver merki um bólgu eða vefjabreytingar við eða nálægt opinu.
• Blæðingu eða ofvöxt vefja í kringum tækið.
• Viðvarandi verk eða óþægindi á svæði Vega-talventilsins.
• Þrálátan hósta, öndunarerfiðleika eða blóðugt slím. Þetta geta verið vísbendingar um alvarleg
heilsufarsvandamál sem krefjast læknishjálpar.
Viðhald talventils:
VARÚÐ: Notið eingöngu upprunalega Provox-fylgihluti sem ætlaðir eru til notkunar með Provox
Vega við hreinsun á talventlinum.
Sjúklingurinn ætti að hreinsa talventilinn a.m.k. tvisvar á dag og eftir hverja máltíð með Provox
Brush með því að stinga burstanum inn í talventilinn og hreyfa hann varlega fram og til baka með
snúningshreyfingu. Þurrka skal burstann með grisju eftir að hann hefur verið fjarlægður. Endurtaka
má ferlið eins oft og þurfa þykir. Nánari upplýsingar og leiðbeiningar um hvernig hreinsa á burstann
er að finna í notkunarleiðbeiningunum með Provox Brush. Fyrir utan að nota Provox Brush getur
sjúklingurinn einnig hreinsað Provox Vega-talventilinn með Provox Flush. Nota má Provox Flush
með drykkjarvatni eða lofti. Nánari upplýsingar og leiðbeiningar um hvernig hreinsa á Provox Flush
er að finna í notkunarleiðbeiningunum með Provox Flush.
Samhæfi með sveppalyfjum
Í flestum tilvikum hentar meðferð með sveppalyfjum ekki en hana má íhuga sem forvarnaraðgerð
ef mikill ofvöxtur hvítsveppa (candida) sést á talventlinum.
Hugsanlega geta efni af óþekktum gerðum haft áhrif á efniseiginleika tækisins. Því skal meta
vandlega hvort nauðsynlegt sé að nota sveppalyf beint á eða nálægt talventlinum.
Prófanir á rannsóknarstofum sýna engin neikvæð áhrif á virkni Vega-talventilsins og íhlutanna
við notkun á eftirfarandi sveppalyfjum: Nystatín, Flúkónazól og Míkónazól.
Hreinsun og sótthreinsun á fylgihlutum
Hreinsa skal fylgihlutina eftir hverja notkun og sótthreinsa að minnsta kosti einu sinni á dag samkvæmt
notkunarleiðbeiningum þeirra. Aukin hætta er á mengun tækisins og sýkingu hjá sjúklingi meðan
á sjúkrahúsvist stendur. Þar af leiðandi er mikilvægt að hreinsa og sótthreinsa fylgihlutina strax
eftir notkun og aftur rétt fyrir notkun, og skola þá með sæfðu vatni frekar en kranavatni, meðan
dvalið er á sjúkrahúsi.
Nánari upplýsingar og leiðbeiningar um hvernig hreinsa á Provox-fylgihluti er að finna í
notkunarleiðbeiningunum með Provox-fylgihlutunum.
2.5 Endingartími Provox Vega-talventilsins
Líftími tækisins er mismunandi og er háður einstaklingsbundnum líffræðilegum þáttum, því er ekki
hægt að spá fyrir um endingu búnaðarins yfir lengra tímabil. Efnið í tækinu verður fyrir áhrifum
meðal annars af bakteríum og gersveppum, sem mun að lokum hafa áhrif á heilleika tækisins.
Ofvöxtur hvítsveppa (candida) á talventlinum kemur fyrir hjá næstum öllum sjúklingum.
Geislameðferð, efnasamsetning munnvatns og matarvenjur geta haft áhrif á það hversu hratt hvítsveppur
(candida) getur unnið á silíkonefninu og valdið leka í gegnum talventilinn eða valdið öðrum truflunum
á starfsemi hans. Sjá einnig „Viðhald talventils" í kafla 2.4 „Mikilvægar upplýsingar fyrir sjúklinga".
Talventillinn er ekki varanleg ígræðsla og þarfnast reglubundinnar útskiptingar. Líftími tækisins
er mismunandi og er háður einstaklingsbundnum líffræðilegum þáttum, því er ekki er hægt að spá
fyrir um endingu búnaðarins yfir lengra tímabil. Talventillinn og sérstaklega silíkonefnið í tækinu
verður fyrir áhrifum meðal annars af bakteríum og hvítsveppum (candida), sem mun að lokum hafa
áhrif á endingu tækisins.
Ábendingar um að skipta þurfi um Provox Vega-talventil eru meðal annars leki í gegnum talventilinn,
stífla í talventlinum, ofvöxtur baktería og hvítsveppa (candida) sem leiða til niðurbrots efna í honum
og/eða þörf á miklum þrýstingi til að ná fram tali. Aðrar ástæður fyrir því að skipta þurfi fyrr um
talventilinn eru meðal annars læknisfræðilegar ábendingar á borð við vandamál með ástunguopið. Sjá
einnig kafla 1.6 „Aukaverkanir og upplýsingar um úrræðaleit" eða 1.6.2 „Við notkun á talventlinum".
74

Publicidad

loading