Ásvelging á talventlinum – Ásvelging á talventlinum eða öðrum íhlutum talendurhæfingarkerfisins
getur átt sér stað fyrir slysni. Eins og á við um alla aðskotahluti getur ásvelging á íhlut leitt til
fyrirstöðu eða sýkingar í öndunarvegi. Bráð einkenni geta verið hósti, önghljóð eða önnur óeðlileg
öndunarhljóð, mæði og öndunarstopp, loftskipti að hluta til eða ófullnægjandi loftskipti og/eða
ósamhverfar öndunarhreyfingar. Fylgikvillar geta meðal annars verið lungnabólga, lungnasamfall,
berkjubólga, lungnaígerð, berkju- og lungnafistill og astmi.
Ef sjúklingurinn getur andað gæti hósti hjálpað til við að fjarlægja aðskotahlutinn. Fyrirstaða í
hluta öndunarvegar eða alger hindrun krefst tafarlauss inngrips til að fjarlægja aðskotahlutinn. Ef
grunur leikur á ásvelgingu tækisins skal framkvæma sneiðmyndatöku af lungum til að staðfesta
ásvelgingu og staðsetja tækið. Ef sneiðmynd staðfestir ásvelgingu má ná tækinu út með ótenntri
griptöng og holsjá.
Einnig er hægt að finna silíkonhulstrið af Vega-talventlinum í gegnum holsjá. Á sneiðmynd og
við holspeglun gæti tækið litið út sem sporöskjulaga hlutur með opi í miðjunni og ytra þvermál sem
er u.þ.b. 10–17 mm (kragar tækisins) eða með lögun eins og skyrtuhnappur með legglengdina 8, 10,
12,5 eða 15 mm, allt eftir stærð tækisins. Við holspeglun gæti glæra silíkongúmmíið endurvarpað
ljósi. Sömuleiðis gætu sést hvítar eða gular hvítsveppaleifar á talventlum sem hafa verið á sínum
stað í einhvern tíma.
Talventlinum kyngt – Talventlinum eða öðrum íhlutum talendurhæfingarkerfisins getur verið
kyngt fyrir slysni. Eins og á við um alla aðskotahluti fara einkenni eftir að talventli eða íhlut úr
talendurhæfingarkerfinu hefur verið kyngt einkum eftir stærð, staðsetningu, hversu mikil fyrirstaðan
er (ef einhver) og hversu lengi hún hefur verið til staðar. Hægt er að fjarlægja íhluti sem hafa verið
gleyptir og orðið eftir í neðri hluta vélindans með vélindaspeglun eða fylgjast með þeim í skamman
tíma. Hugsanlega flyst hluturinn með eðlilegum hætti niður í maga. Aðskotahlutir sem berast í
maga skila sér yfirleitt í gegnum þarmana. Ef um garnastíflu, blæðingu eða götun er að ræða eða ef
hluturinn skilar sér ekki gegnum þarmana verður að íhuga skurðaðgerð til að fjarlægja aðskotahlutinn.
Það getur tekið 4–6 daga þar til tækið skilar sér með eðlilegum hætti. Segja skal sjúklingnum að
fylgjast með því hvort tækið skilar sér í hægðum. Ef tækið skilar sér ekki eða ef vísbendingar eru um
fyrirstöðu (hiti, uppköst, kviðverkir) skal hafa samráð við meltingarlækni. Hægt er að finna og sækja
silíkonhulstrið af Vega-talventlinum með holsjá. Tækið sjálft er hægt að sækja með ótenntri griptöng.
Við holspeglun gæti tækið litið út sem sporöskjulaga hlutur með opi í miðjunni og ytra þvermál sem
er u.þ.b. 10–17 mm (kragar tækisins) eða með lögun eins og skyrtuhnappur með legglengdina 8, 10,
12,5 eða 15 mm, allt eftir stærð tækisins. Glæra silíkongúmmíið gæti endurvarpað ljósi. Hvítar eða
gular hvítsveppaleifar gætu sést á talventlum sem hafa verið á sínum stað í einhvern tíma.
Sýking og/eða bjúgur við barka- og vélindaopið – Sýking, holdgun og/eða bjúgur við opið getur
aukið lengd ástunguopsins. Þetta getur valdið því að talventillinn dragist inn á við og fari undir
barka- eða vélindaslímhúðina. Bólga eða ofvöxtur í slímhúð vélindans getur einnig valdið því að
talventillinn þrýstist út um opið. Í slíkum tilvikum er ráðlagt að skipta tímabundið um talventilinn
og setja annan í með lengri legg. Ef sýkingin lagast ekki með hefðbundinni læknismeðferð skal
fjarlægja talventilinn. Í sumum tilvikum má íhuga að setja stoðnet í opið með hollegg. Ef opið lokast
af sjálfu sér gæti þurft að endurtaka ástunguna til að setja nýjan talventil í.
Holdgun umhverfis opið – Tíðni tilkynninga um myndun holdgunarvefs umhverfis barka- og vélindaopið
er u.þ.b. 5%. Íhuga má vefjabrennslu með rafstraumi, efnum eða leysigeisla á holdgunarsvæðinu.
Holdgun/mikil örmyndun umhverfis opið – Barkaslímhúðin getur bólgnað út yfir barkakragann
ef talventillinn er í styttra lagi. Hægt er að fjarlægja þennan aukavef með leysitæki. Einnig er hægt
að nota talventil með lengri legg.
Framskögun/útpressun talventils – Talventillinn getur í sumum tilvikum skagað fram úr opinu
og pressast út í kjölfarið þegar um er að ræða sýkingu við barka- og vélindaopið. Nauðsynlegt er að
fjarlægja talventilinn til að koma í veg fyrir að hann færist inn í barkann. Opið getur lokast af sjálfu sér
eftir að talventillinn er fjarlægður. Þá gæti þurft að endurtaka ástunguna til að setja nýjan talventil í.
Vefjaskemmd – Ef talventillinn er of stuttur, of langur eða ef barkaslanga, barkaraufarhnappur eða
fingur sjúklingsins þrýstir honum oft upp að vélindaveggnum getur það leitt til skemmda á opinu
eða vefjum í barka og/eða vélinda. Skoðið þessi atriði reglulega til að forðast alvarlegan skaða.
Leki gegnum talventil – Leki gegnum talventilinn getur átt sér stað af eftirfarandi ástæðum:
• Ofvöxtur hvítsveppa nálægt talventilsætinu og talventilflipanum kann að leiða til þess að
talventilflipinn lokist ekki að fullu og getur orsakað leka í gegnum tækið. Þetta er eðlilegt við
endurhæfingu með talventli og gefur til kynna að skipta þurfi um talventilinn.
• Öflugri neikvæður þrýstingur í kok-vélindahluta kemur upp þegar kyngt er. Til að kanna þetta skal
skoða ventilflipa talventilsins í gegnum barkarauf á meðan kyngt er.
Leki í kringum talventil – Tímabundinn leki umhverfis talventilinn getur átt sér stað og kann að
hætta af sjálfu sér. Algengasta ástæðan er sú að talventillinn er of langur sem hægt er að leysa með
því að setja styttri talventil í. Ef ekki er hægt að leysa vandamálið með því að setja talventil af réttri
lengd í skal íhuga hvort aðrir þættir skaði vefinn umhverfis barka- og vélindaopið (t.d. maga- og
vélindabakflæði eða starfsemi skjaldkirtils), meta þá og meðhöndla. Ef um er að ræða stækkuð op með
skertri haldfestu skal íhuga aðrar hefðbundnar meðferðir eins og að sprauta fylliefnum (t.d. kollageni)
í þau eða fjarlægja talventilinn tímabundið. Ef lekinn umhverfis talventilinn er erfiður viðureignar
gæti þurft að grípa til verndaraðgerða eins og að loka opinu með skurðaðgerð.
2. Notkunarleiðbeiningar
Skoðið meðfylg jandi handbók með skýringarmyndum sem vísað er til í þessum
notkunarleiðbeiningum.
Hægt er að skoða ólíkar aðferðir á hreyfimyndböndum en tenglar á þau eru gefnir á undir fyrirsögnunum
í köflunum hér á eftir.
Varúð: Myndböndin koma hvorki í staðinn fyrir né veita heildarupplýsingar um notkunarleiðbeiningar
og/eða leiðbeiningar fyrir ávísun. Þau má heldur ekki nota í stað þess að skoða allt innihald
notkunarleiðbeininganna. Myndböndin eru aðeins ætluð til að auka skilning á aðgerðinni eftir lestur
notkunarleiðbeininganna.
2.1 Undirbúningur
Áður en ástungan er gerð verður alltaf að ákveða stærð og þvermál talventilsins sem á að nota.
Viðeigandi stærð og þvermál ræðst af líffærafræði sjúklingsins, læknisfræðilegum starfsvenjum á
viðkomandi stað og vali skurðlæknisins.
2.2 Notkunarleiðbeiningar
Kannið ástand sæfðu pakkningarinnar. Ekki má nota vöruna ef pakkningin er skemmd eða opin.
Ósæfð vara getur valdið sýkingu.
72